Heimsljósmessan 2024

Heimsljós 2024 verður haldið 13.- 15. sept. í Lágafellsskóla Lækjarhlíð 1 Mosfellsbæ.

Markmið:
Auka þekkingu og vitund á heildrænni heilsu.
Að þátttakendur upplifi nýja hluti, læri, deili reynslu sinni og njóta samveru.

Hátíðin byrjar þann 13. Kl 20 með heilunarguðþjónustu í Lágafellskirkju.

Í Lágafellsskóla er dagskráin lau. 14. frá 11:00 – 17:00, su. 15. frá kl. 11:00 – 18:30, lýkur með hópheilun.

Aðgangseyrir er einungis greiddur við innganginn og gildir miðinn fyrir báða dagana.
Verði hefur verið stillt í hóf og er nú 1500 kr fyrir báða daga.

ATH! Meðferðaraðilar taka nú við greiðslu fyrir vinnu sína 0 – 3.000 kr í reiðufé.

Fjölbreytt dagskrá

Meðferðir

Kynningar

Hópatímar & hugleiðslur

Veitingar

Fyrirlestrar

Samkomur

Staðsetningar

Auðvelt að finna hvar Heimsljós er haldið og finna bílastæði.