Heimsljós messan

Heimsljósmessan er haldin ár hvert í september og hefur verið hýst í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd hátíðarinnar. Öllum er heimilt að vera með og taka þátt.

Heimsljósmessan er fræðandi samvera um heilsu bæði andleg sem líkamleg. Hún byrjar á föstudagskvöldi með heilunarguðþjónustu og svo er full dagskrá laugardag og sunnudag. Heimsljósmessan er alltaf þriðju helgina í september, fer fram í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og hefur verið haldin síðan 2010. Aðgangseyrir er einungis greiddur við innganginn og gildir miðinn fyrir báða dagana. Verði hefur verið stillt í hóf og er nú 1500 kr fyrir báða daga.

Mannræktarfélag Íslands er framkvæmdaraðili messunnar. Öllum er velkomið að taka þátt. Þeir sem áhuga hafa á að vera með kynningu, meðferð eða annað á Heimsljósmessunni geta haft samband hér á síðunni.

Á Heimsljósmessunni er að finna:

  • Hollustuveitingastað með hádegismat, kaffi og kökum yfir daginn.
  • Fjölmarga fyrirlestra
  • Meðferðir: stuttir prufutímar í allskyns meðferðum, breytilegt ár frá ári. Ekkert gjald er greitt fyrir þær en meðferðaraðilar þiggja frjáls framlög. Meðal annars er spilaspá, heilun, höfuðbeina og spjald svo og Bowen.
  • Hugleiðsluherbergi með mismunandi hugleiðslu alla helgina.
  • Markaðstorg: sala og kynningar á listum, námskeiðum, mat og ýmsu sem tengist mannrækt og heilsu.
  • Hóptíma svo sem skyggnilýsingar, trommuferðir og dans.

Dagskrár fyrri ára:
2021
2022

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd Heimsljósmessunnar

Ábyrgðaraðilar félagsins eru:

Vigdís Steinþórsdóttir
Guðmundur Konráðsson
Efemía Gísladóttir

Tækni/vefumsjón : Hjalti Freyr Kristinsson

Heimsljós

Sími : 863-5614 [Vigdís]
Sími : 893-0713 [Guðmundur]
Netfang : heimsljos(hja)heimsljos.is