Hvar
  • Göngugata
Flokkur
Lýsing

Miðlun að Handan eru félagasamtök þar sem margir miðlar koma saman undir sama þaki og starfa á mismunandi sviðum en í mikilli samvinnu. Öll hafa þau það sameiginlegt að vera fær á sinu sviði með margra ára reynslu og ávallt með kærleika að leiðarljósi. Meginmarkmið Miðlun að Handan er að vera til staðar fyrir fólk sem þarf aðstoð með andleg málefni, en einnig þá sem vilja efla eigin andlegu hlið.

Ester Sveinbjarnardóttir, verður með kynningu á vetrarstarfi Miðlunar að handan
Helga Sif Sveinbjarnardóttir, les úr skrift og gefur orkuskot með stuttri hugleiðslu
Karitas Sigurlaugsdóttir, OPJ (orkupunkta jöfnun) og miðlun, kynning á bænahring.
Páll Erlendsson, miðlun og kynning og sala og kynning á útgefnum bókum sínum
Rósa Björk Hauksdóttir, miðlun og heilun og gefur upplýsingar um námskeiðin sín sem eru í boði í vetur
Sigríður (Siddý) Jörundsdóttir spáir í spil og verður með kynning á námskeiðum vetrarins.
Sverrir Kristjánsson, býður uppá heilun og kynnir námskeið sín sem verða í boði í vetur.

 

Tímasetning

Annað áhugavert