Ester Sveinbjarnardóttir fékk næmnina í vöggugjöf og var henni leiðbeint af fjölskyldumeðlimum sem sjálf höfðu þessa einstöku hæfileika, einnig hefur hún leiðsögn að handan og vinnur með ættarorkuna. Hún er jafnframt annar stofnenda Miðlun að Handan og hefur gefið út þó nokkrar hugleiðslur á íslensku. Ester er með bænabók og fyrirbænir, og hefur hjálpað sálum að komast yfir í ljósið þar sem fólk hefur orðið fyrir óþægindum vegna áreiti þeirra. Við heilun hefur Ester sterkar tengingar við þau sem störfuðu í jarðvist sinni við heilsu og heilbrigði fólks.