Hvar
  • Stofa 357
Lýsing

TRE® (Tension, Stress & Trauma Release) er ný leið til að hjálpa líkamanum að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum líkamans. Leiðin er þróuð af David Berceli, PhD til að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans á öruggan hátt með því að leyfa líkamanum að skjálfa eða titra þannig að losni um vöðvaspennu og taugakerfið róist. Með því að virkja þessi náttúrulegu viðbrögð líkamans, þ.e. með því að skjálfa og titra, í öruggu og stýrðu umhverfu, er verið að hvetja líkamann til þess að ná aftur fyrra jafnvægi, eða að nálgast slökun eftir langvarandi spennu.TRE® byggir á þeirri grundvallarhugmynd, sem studd er af rannsóknum, að streita, spenna og áföll séu bæði andleg og líkamleg.
Svava mun kynna helstu fræðin á bak við TRE og helstu áhrif af ástundundun.

Svava Brooks er vottaður TRE® leiðbeinandi og ráðgjafi síðan 2017. Svava hefur unnið með sjálfshjálparhópum fyrir einstaklinga sem hafa gengið í gegnum áföll á vegum einkafyrirtækja, stofnana og grasrótarsamtaka síðastliðin 10 ár, og við forvarnir gegn kynferðisofbeldi síðastliðin 15 ár.Svava er einnig Reiki meistari, núvitundar og restorative yoga kennari, bandvefslosunar kennari og býður upp á fræðslu og námskeið um áhrif streitu og áföll á heilsu og líðann, fyrir einstaklinga, hópa, fyrirtæki og stofnannir.

 

Tímasetning

Annað áhugavert