Svava Brooks er vottaður TRE® ráðgjafi síðan 2017. Svava er Reiki meistari, með vottun í núvitund, restorative yoga og bandvefslosun. Svava hefur unnið með sjálfshjálparhópum fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir áföllum, á vegum einkafyrirtækja, stofnana og grasrótarsamtaka síðastliðin 11 ár, og við forvarnir gegn kynferðisofbeldi í 15 ár. Svava býður upp á fræðslu og námskeið um áhrif streitu og áföll á heilsu og líðann, fyrir félög, fyrirtæki og stofnannir og tekur á móti einstaklingum í TRE á stofu hjá Heillandi hugur , fræðslu- og heilsusetur í Hlíðarsmára í Kópavogi.