Hvar
- Matsalur
Hópheilun er síðasta atriðið á Heimsljós hátíðinni og fer fram í matsal skólans.
Við erum öll heilarar og munum njóta þess að heila hvert annað og taka á móti alheimsljósinu, sitjarar sjá um verndina og söngur og tónlist eru í höndum Helmu Ýr Helgadóttur.
Helma Ýr er hjúkrunarfræðingur og kennari að mennt og starfar í dag sem tónmenntakennari. Hún er með menntun í klassískri tónlist og hefur einnig lokið kennaranámi í MediYoga og Hatha jóga. Hún hefur leitt kórastarf í skóla, möntrukór og tekið þátt í tónlistarviðburðum og tónleikum. Þá hefur hún sótt fjölmörg námskeið og vinnustofur, bæði hérlendis og erlendis, tengd tónlist, söng og möntrum. Helma trúir á lækningarmátt raddarinnar og að tónlist og söngur geti veitt djúpa og hjartnæma heilun.
Enginn aðgangseyrir.