Upplýsingar
  • Nafn
    Arndís Árelía Hreiðarsdóttir
  • Sími
    844 0663
  • Netfang
    disamarley@gmail.com
Lýsing

Arndís Árelía, líka þekkt sem Dísa, er tónskáld, tónlistarkona og kennari. Hún hefur verið hluti af íslenskri tónlistarsenu til margra ára, þar sem hún hefur spilað á píanó og trommur, sungið og samið tónlist ásamt því að sinna tónlistarkennslu.
Tónlist Arndísar Árelíu er best lýst sem tónlist sem kemur beint frá hjartanu. Með tærri rödd sinni býður hún fólki með sér í ferðalag hugleiðslu og hugarróar.
Arndís Árelía hefur tröllatrú á heilunarmætti tónlistar og vonast hún til, með tónlist sinni, að gefa frá sér heilun, ró og vellíðan.
Arndís Árelía byrjaði að iðka möntrusöng fyrir 5 árum síðan og fann fljótlega að möntrusöngur var hennar leið til hugleiðslu og heilunar og stefnir hún að því að leyfa sem flestum að njóta og upplifa töfra möntrusöngs á næstu misserum.
Arndís Árelía vinnur nú að því að semja, taka upp og gefa út sína fyrstu möntruplötu.