Hvar
  • Stofa 152
Lýsing

Tíðnimeðferðirnar eru gefnar með tíðnitæki frá Rayonex í Þýskalandi.
Meðferðirnar eru 40 mínútur að lengd og fara þannig fram að meðferðarþeginn situr í stól og slakar á meðan meðferðin er gefin.
Hægt verður að velja milli tveggja meðferða, þ.e. almenn líkamleg vellíðan og andleg vellíðan.Verð fyrir meðferð er kl. 5.000.-

Hvað eru tíðnimeðferðir?
Lífsveiflutækni-tíðnimeðferðir eða Bioresonance therapy, er heildræn meðferð fyrir líkama, anda og sál.
Hér er um að ræða milda og áhrifaríka meðferð sem hentar öllum aldurshópum.
Meðferðirnar virkar vel einar og sér, en eru einnig góð viðbót sem stuðningsmeðferð samhliða öðrum meðferðum.
Á stofunni okkar í Lágmúla 4, vinnum með Rayonex tíðnitæki og liggja áratuga rannsóknir að baki virkni tækisins og aðferðafræðinnar sem notuð er við greiningu og meðferð á tíðnirófi líkamans.
Meðferðarþeginn er tengdur við tíðnitækið í gegnum stól sem hann situr í. Tækið les/greinir ójafnvægi í tíðnirófi líkamans með aðstoð sérþjálfaðra meðferðaraðila og síðan er gefin meðferð til að hjálpa líkamanum að komast í jafnvægi þar sem þess er þörf.
Meðferðin hefur reynst vel við allskonar kvillum hvort heldur sem er, líkamlegum eða andlegum.

Við erum Líf Ómur - Þurý Gísla og Fjóla Malen Sigurðardóttir.
Við erum báðar tíðnitæknar og höfum hlotið okkar þjálfun frá Rayonex í Þýskalandi.
Okkar markmið er að vera til staðar fyrir þá sem vilja fá aðstoð við að finna grunnorsök sinnar vanlíðunar og fá aðstoð við að meðhöndla og styrkja líkama og sál.
Við tökum á móti þér með hlýju og hlustun, í notalegu umhverfi á stofunni okkar í Lágmúla 4, 2.hæð, með það eitt að leiðarljósi að hjálpa líkamanum þínum að leiðrétta það ójafnvægi sem hann er að kljást við, nánast sama hvað það ójafnvægi er. Við erum hér fyrir þig.

 

Tímasetning

Annað áhugavert