Hvar
  • 323
Lýsing

innerdance er leið til þess að skapa aðstæður þar sem heilun getur átt sér stað. Innerdance er ekki eiginlegur dans - heldur hreyfing á innri (og ytri) orku. Nafnið innerdance vísar til innri hreyfinga og þessa orkuflæðis, ásamt líkamlegum hreyfingum sem einnig geta átt stað.
innerdance felur í sér eftirgjöf inn í okkar innri visku, við opnum inn í núlíðandi stundu og tökum á móti öllu sem við erum.
Í innerdance tíma liggur þú á yogadýnu, það er spiluð tónlist og við snertum ákveðna orkustöðva punkta, þar á meðal höfuð, bringu, maga og fætur.
Tónbylgjur í innerdance tónlistinni líkja eftir því sem gerist í heilanum þegar við förum inn í REM ástand í svefni, sem er mikið úrvinnslu ástand. Í tímunum er algengt að upplifa að ýtt sé við tilfinningum eða minningar streymi í gegn. Fólk getur upplifað bylgjur af vellíðan, mikla og djúpa slökun eða sér stundum sýnir, liti eða munstur. Þetta losast oft allt í flæði þar sem hlátur, grátur og hversskonar radd- og líkamstjáning brýst í gegn og er mjög einstaklingsbundið. Öll viðbrögð eru eðlileg viðbrögð.

Tímasetning

Annað áhugavert