Hvar
  • Göngugata
Flokkur
Lýsing

Fjóla Malen og Þurý Gísla kynna og fræða áhugasama um Tíðnimeðferðir eða Bioresonance therapy með tækni frá Rayonex.
Einnig verður kynning og kynningarverð á bætiefnum sem þróuð hafa verið með Bioresonance tækni og rannsóknum, ásamt tíðnikubbum sem veita líkamanum stuðning við ójafnvægi og áreiti frá tíðnum t.d. rafmengun, sjúkdómsvaldandi örverum, rafsegulbylgjum, örbylgjur, rafmagnsbílum ofl.
Útsala á jarðtengingarvörum frá Groundology / My Self-Love Studio.comHvað eru tíðnimeðferðir?
Lífsveiflutækni-tíðnimeðferðir eða Bioresonance therapy, er heildræn meðferð fyrir líkama, anda og sál.
Hér er um að ræða milda og áhrifaríka meðferð sem hentar öllum aldurshópum.
Meðferðirnar virkar vel einar og sér, en eru einnig góð viðbót sem stuðningsmeðferð samhliða öðrum meðferðum.
Á stofunni okkar í Lágmúla 4, vinnum með Rayonex tíðnitæki og liggja áratuga rannsóknir að baki virkni tækisins og aðferðafræðinnar sem notuð er við greiningu og meðferð á tíðnirófi líkamans.
Meðferðarþeginn er tengdur við tíðnitækið í gegnum stól sem hann situr í. Tækið les/greinir ójafnvægi í tíðnirófi líkamans með aðstoð sérþjálfaðra meðferðaraðila og síðan er gefin meðferð til að hjálpa líkamanum að komast í jafnvægi þar sem þess er þörf.
Meðferðin hefur reynst vel við alls konar kvillum hvort heldur sem er, líkamlegum eða andlegum.

Tímasetning

Annað áhugavert