Hvar
- Göngugata
Hægt verður að fræðast um starfsemi Grænu stofunnar og þau skref sem tekin hafa verið í átt að frekari umhverfisvernd en þekkist almennt í hársnyrtifaginu. Til kynningar og sölu verða valdar vörur sem fást á Grænu stofunni auk gjafabréfa sem hægt er að nýta til þjónustu- eða vörukaupa á stofunni.
Græna stofan er umhverfisvottuð hárstofa sem starfrækt hefur verið frá 2016. Stofan er vottuð af norrænu vottunarsamtökunum Grøn Salon. Stofnandi og eigandi Grænu stofunnar er Heiðrún Birna Rúnarsdóttir.