Hvar
  • Stofa 301
Lýsing

TRE® (Tension, Stress & Trauma Release) er leið til að hjálpa líkamanum að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum líkamans. Leiðin er þróuð af Dr. David Berceli, PhD til að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans á öruggan hátt með því að leyfa líkamanum að skjálfa eða titra þannig að losni um vöðvaspennu og taugakerfið róist. Með því að virkja þessi náttúrulegu viðbrögð líkamans, þ.e. með því að skjálfa og titra, í öruggu og stýrðu umhverfu, er verið að hvetja líkamann til þess að ná aftur fyrra jafnvægi, eða að nálgast slökun eftir langvarandi spennu.TRE® byggir á þeirri grundvallarhugmynd, sem studd er af rannsóknum, að streita, spenna og áföll séu bæði andleg og líkamleg. Ósjálfráður vöðvaskjálfti samkvæmt TRE® framkallar almennt þægilegar og róandi tilfinningar. Margir einstaklingar lýsa tilfinningu um vellíðan og friðsæld eftir að hafa prófað TRE®.

í þessum hóptíma förum við í gegnum aðferðina og þú færð stutta kynningu á helstu undirsöðuatriðum TRE.
Takmarkað pláss.

Hafið með yogadýnu og vatnsflösku. ATH! Þessi tími er ekki fyrir einstaklinga með áfallastreituröskun.

 

Tímasetning

Annað áhugavert