Lýsing

Heimsljósmessan er haldin ár hvert og hefur verið hýst í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd hátíðarinnar. Öllum er heimilt að vera með og taka þátt.

Heimsljósmessan er fræðandi samvera um heilsu bæði andleg sem líkamleg. Hún byrjar á föstudagskvöldi með heilunarguðþjónustu og svo er full dagskrá laugardag og sunnudag. Heimsljósmessan fer fram í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og hefur verið haldin síðan 2010.

Aðgangseyrir er einungis greiddur við innganginn og gildir miðinn fyrir báða dagana. Verði er mjög stillt í hóf og hefur verið um 1.000 kr.

Á Heimsljósmessunni er að finna: :

Hollustuveitingastað með hádegismat, kaffi og kökum yfir daginn..
Fjölmarga fyrirlestra
Meðferðir: stuttir prufutímar í allskyns meðferðum, breytilegt ár frá ári. Ekkert gjald er greitt fyrir þær en meðferðaraðilar þiggja frjáls framlög. Meðal annars er spilaspá, heilun, höfuðbeina og spjald svo og Bowen.
Hugleiðsluherbergi með mismunandi hugleiðslu alla helgina.
Markaðstorg: sala og kynningar á listum, námskeiðum, mat og ýmsu sem tengist mannrækt og heilsu.

Staðsetning á korti

Lágafellsskóli, Mosfellsbær, Ísland