Stella Jórunn er starfandi sjúkraliði og býr í Bergen, Noregi.
Stella hefur lært að lesa í Akashic skrárnar (alheimsskrár sálarinnar) og sálarsamninga. Á ensku kallast það "Akashic records & soul realignment". Hún er einnig lærður dreka- og einhyrningaheilunar meistari, angelic reiki (englaheilun) meistari og Usui reiki meðferðaraðili (1. og 2. stig)
Þar fyrir utan hefur hún lært að leggja og lesa í tarot spil og tók á sínum tíma námskeið í talnaspeki. Hefur þýtt nokkra bæklinga með Oracle spáspilum og eru fleiri bæklingar í vinnslu.
Stella hefur af og til í gegnum árin verið í bænahringjum og þróunarhringjum, ásamt því að hafa sótt ýmsa fyrirlestra, námskeið, hópavinnu, fróðleik og samskipti við aðra andlega einstaklinga.