Ég hef haft áhuga á andlegum málum síðan ég var mjög ung. Hef alltaf verið næm bæði á fólk og staði.Ég fór samt ekki af stað í mínum ferli fyrr en fyrir um 11 árum síðan, en þá tók ég Reiki 1. Etir það tóku við ýmis námskeið og lokst fór ég í þróunarhring hjá Friðbjörgu Óskarsdóttur miðli og sat í hring hjá henni í um 3 ár. Þessi vinna fór fram að mestu hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands í Garðastræti, Reykjavík, og fór svo að ég gaf kost á mér í stjórn þess yndislega félags. Var ég þar í stjórn félagsins í nokkur ár og á þeim tíma byrjaði ég að stjórna þróunarhringjum sjálf. Undanfarin 3 ár hef ég unnið þessa vinnu heima ásamt því að vinna við heilun og þjálfa heilara í einkatímum.
Þróunarhringir eru leið til að þroska þitt innsæi og þína hæfileika, því öll höfum við hæfileika á andlega sviðinu, mismunandi auðvitað. Þróunarhringir eru staðurinn til að finna þína leið og taka þín fyrstu skref í þá átt.
Ef þú hefur áhuga á að koma í þróunarhring, eða vilt koma í heilun til mín þá hafðu samband við mig í síma eða með tölvupósti.