Margrét Sigurðardóttir er framleiðandi íslensku snyrtivaranna VOR organics en einnig framleiðir hún jurtasmyrsl ásamt nýjung sem eru jurtahylki til inntöku. Margrét lærði grasalækningar í Danmörku og er með diplómapróf frá þeim skóla. Einnig hefur hún haldið námskeið fyrir fólk með sjálfsofnæmi og fyrir fólk sem hefur lent í myglu og vill ná tökum á heilsunni á náttúrulegan hátt.