Ég lærði náttúrlega hormónaráðgjöf (NHT) hjá Anette Paulinn í ,,Center for Naturlig Hormonterapi“ í Danmörku. Í náminu er unnið út frá rannsóknum og gagnreyndum meginreglum, sem meðal annars er lýst í bókinni ,,Naturlig hormon terapi – Opgør med østrogenmyten“ eftir Anette Paulin & Jens Ole Paulin. Bókin er byggð á 70 ára rannsóknum erlendis. Eftir tveggja ára nám í Danmörku er ég nú hluti af stóru neti NHT ráðgjafa í Danmörku og Noregi og er fyrsti íslenski ráðgjafinn sem útskrifast úr þessum skóla.