Hvar
  • Göngugata
Flokkur
Lýsing

Hjá Orkusteinum bjóðum við upp á gott úrval af kristölum og leiðsagnarspilum ásamt öðrum vörum tengdum andlegri iðkun, svo sem bækur, kertastjaka, skart, lífræna salvíu og fleira.Við leggjum áherslu á að versla við heiðarlegar heildsölur þar sem vitað er um uppruna vörunnar. Það er okkur mikilvægt að vita að höfundar fái greitt fyrir sín verk þegar kemur að spilum og bókum og því erum við aðeins í viðskiptum við útgefendur eða heildsölur sem þeir mæla með. Sama á við um kristalana, við gerum okkar besta til að hafa upplýsingar um uppruna þeirra og að skipta við aðila sem hafa þá sýn að gott siðferði sé hluti af góðum viðskiptum og að í aðfangakeðjunni sé borin virðing fyrir fólki, landi og samfélögum. Okkar helsti heildsali hittir alla sína birgja ef mögulegt er og leggur ríka áherslu á sanngirni og siðferði í viðskiptum.

Tímasetning

Annað áhugavert