Hvar
  • Göngugata
Flokkur
Lýsing

Fríða Freyja hefur alla tíð verið forvitin um lífið og tilveruna, hún hefur djúpa tengingu við æðra sjálfið og hið heilaga sem hefur skilað sér í sköpunarverkum hennar en hún hefur um árabil málað frá hjartanu í sálartengingu. Fríða Freyja er þekktust fyrir verkin sín “ Niðurhal Ljóssins” sem hafa farið út um allan heim síðastliðin tíu ár og er hægt að finna í gallerí ART67 á Laugavegi 61.

Árið 2012 tók Fríða Freyja reiki og 2019 nám í Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð stig eitt og tvö ári seinna. Einnig tók hún stig í tilfinningalosun ( Somato Emotional Release ) 2020. Sama ár opnaði hún HamingjuHofið sem er meðferðarrými í Skipholti 50 c. Meðferðirnar þar eru í stöðugri uppfærslu en hún er sem leidd áfram. Samtalið, djúp hlustun í hjartatengingu og ferðalagið inn á lífshlaupið, unnið með fyrirgefninguna og virðinguna gagnvart formæðrum og forfeðrum okkar.

Hér mun hún kynna starfsemi HamingjuHofsins, hugsjónina fyrir samfélagið og verkin sýn “ Ný Jörð”.

Tímasetning

Annað áhugavert