Guðrún Bergmann hefur verið afkastamikill leiðbeinandi á hvers konar sjálfsræktar- og andlega tengdum námskeiðum undanfarin rúm þrjátíu ár eða frá árinu 1990. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur á þessu tímabili og þýtt fjórtán bækur úr ensku yfir á íslensku. Hún er þjálfuð sem shaman og sem miðill þótt hún starfi ekki sem slíkur. Hún hefur hins vegar nýtt sér innsæis hæfileika sína í leik og starfi. Hún er bæði vígð sem Reiki meistari og lærður jógakennari, auk þess sem hún starfar nú sem stjörnuspekingur og gerir stjörnukort fyrir fólk, þar sem bæði persónulegu og dvergpláneturnar koma fram í kortunum, svo og í transit plánetunum.