Upplýsingar
  • Nafn
    Guðbjörg Guðjónsdóttir
  • Titill
    Miðill
  • Sími
    897 9509
  • Vefsiða
    http://www.uppsprettan-andlegt.com
Lýsing

Ég fékk alla mína þjálfun í andlegum málum með aðstoð minna leiðbeinenda. Ég byrja í bænar hring í Sálarrannsóknar félaginu í Keflavík með góðu fólki, þar opnaðist nýr heimur og mjög fljótlega sýndu mínir leiðbeinendur myndir af fólki og litunum í áruni, svo kom upplýsinga flæðið.

Ég er fædd með andlega eiginleika sem eru ættgengir eins og svo margar góðar gjafir frá guði.

Hef starf sem teikni miðill síðan 1993.Einkatímar eru unnir af þremur eiginleikum.

No 1 Áru teikning, sem byggir á að teikna áru þína miðað við hvar þú ert stödd/ staddur í andlegum þroska þínum og hvaða eiginleika þú kemur með þér inní þetta líf.

Það koma upplýsingar um hverjir þínir verndarar er og hvernig þeir vinna með þér.

 

Áru vinnslan er góður grunnur af andlegri vitund og oft á fólk auðveldara að skilja ýmsa þætti í sér eftir svona fund.

No2 Verndara teikning
Ef fólk hefur komið áður, teikna ég þinn verndara þinn (Leiðbeinanda) og þú getur spurt hann um það sem þú þarft að vita, þér er svarað öllu sem þú mátt vita og er í þínum karma að fá núna.

 

Heilun og fyrirbænirég tek fólk í heilun og nota stundum tæki QUANTUM ljós með sem er með tíðni líkamans og leiðréttir skekkjur í orkunni. Ég hef alltaf verið með fyrirbænir og ég rita nafn viðkomandi og dvalar stað viðkomandi einstaklings. Ég tek aldrei neitt fyrir bænir enda er það Guðs gjöf að fá verið milliliður.

 

Andlegur kennari síðan 1998. Ég fékk alla mína vitneskju um kennslu aðferðir frá andans heimum. Um leið og fólk skráir sig á námskeið fer ákveðin vinnsla í gang sem er undurbúningur fyrir námskeiðið. Kennt er að tanga við sína eigin hjálpendur, læra að þekka, og taka á móti upplýsingum og túlka þær. Svona nám er mjög góður undirbúningur fyrir allt annað í andlegri vinnu.

 

Guðbjörg Guðjónsdóttir

Samfélagsmiðlar