Hvar
  • Stofa 107
Lýsing

Engla Reiki meðferðaraðilar bjóða upp á stutta Engla Reiki heilun á Heimsljósi en öll hafa þau lært Engla Reiki heilun hjá Starcodes skólanum.
Við hvetjum þig til að kíkja við og þiggja meðferð hjá þessum frábæru meðferðaraðilum sem hafa ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að líða betur um leið og þau tengja við magnaða orku engla og annarra ljósvera.

Ef þú hefur áhuga á að læra heilun þá er Engla Reiki frábær aðferð bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þú færð frekari upplýsingar um námskeiðin okkar á borði Starcodes skólans.

Engla Reiki heilun er mjúk og létt heilunaraðferð þar sem meðferðaraðilar tengja sig við heilunarengla og aðrar ljósverur. Meðferðin er afar ljúf en kröftug og hentar öllum.
Vissir þú að rannsóknir sýna að heilun getur meðal annars hjálpað þér að:
- Róa taugakerfið og minnka streitu
- Draga úr kvíða og þunglyndi
- Minnka verki
- Draga úr þreytu

Tímasetning

Annað áhugavert