CranioSacral félag Íslands var stofnað 17. september árið 2000. Það er systurfélag „Cranio Sacral Society“ í Evrópu og „The American CranioSacral Therapy Association“ í Bandaríkjunum. CSFÍ er fagfélag Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðila á Íslandi.
Skólastjóri Upledger á Íslandi Ragnheiður Hafstein mun kynna námið fyrir framan meðferðarherbergið.
- Ragnheiður Katrín Hafstein höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili, heilsunuddari, einkaþjálfari og yoga- og pilateskennari.
- Sif Sigurðardóttir höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili, hjúkrunarfræðingur, pilateskennari og nemi í aromatherapy.
Eru forsvarsmenn Upledger skólans á Íslandi og CSFÍ, félags höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðar á heimsljósamessunni í ár.