Ástrós Erla heiti ég. Ég er meðal annars menntaður félagsráðgjafi, heilari, jógakennari og lífs markþjálfi. Ég nýti alla mína þekkingu, frá námi og persónulegu lífi til að aðstoða aðra að tengjast sjálfu sér, líkama og sál. Það sem ég brenn fyrir er sjálfsvinna, að kynnast sjálfri mér og þessu lífi betur með því að prófa mig áfram, skoða og kanna og þaðan deila með öðrum þeim töfrum sem ég kynnist á leiðinni. Ég trúi að við búum öll yfir svo miklum töfrum, að hvert og eitt okkar er svo einstakt og mikilvægt og að við höfum öll okkar sérstæðu gjafir sem okkur var úthlutað til þess að deila með hvoru öðru svo við sem heild getum vaxið og dafnað saman.