Hvar
- Borð á gangi
Stella ætlar að kynna fyrir fólki Akashic skrárnar og bjóða fólki uppá að panta lestur.
Akashic skrárnar, eða sálarbókin, er eins og lifandi gagnagrunnur sem inniheldur allar upplýsingar um sálir heimsins fyrr og síðar.
Akashic skrárnar eru geymdar í eins konar (orku) bókasafni, í 5. víddinni, með upplýsingum sem innihalda allar upplýsingar um sálirnar og ferðalag okkar frá upphafi. Skránnar spanna fyrri líf, núverandi holdgervinga og framtíðarmöguleika.
Það sem við þurfum að vita núna er opinberað fyrir okkur á því augnabliki, á réttum tíma til að styðja okkur á okkar andlegu vegferð sem við erum að fara nákvæmlega núna.
Að fá lestur á Akashic skránum getur á gætilegan og kærleiksríkan hátt fjarlægt hindranir og stíflur og minnt okkur á okkar sannleika á okkar sálarstigi, hver við erum í raun og veru - ekki hver við urðum vegna þrýstings frá fólki og/eða samfélagi. Þessi tenging og upplýsingarnar sem koma í gegnum geta fært okkur ótrúlega innsýn og skilning, og er um leið frelsandi.
Hægt er að skoða (og láta hreinsa og fjarlægja) hvort það séu til staðar ígræðslur, hlekkir, neikvætt hugsunarform, reiðipílur, neikvætt starfandi karma og ótal margt fleira.