Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir er hjúkrunarfræðingur með víðtæka reynslu af störfum innan heilbrigðiskerfisins, auk þess sem hún leggur stund á doktorsnám í félagsvísindum, heldur fyrirlestra og sinnir kennslu bæði á háskóla- og framhaldsskólastigi. Aðalbjörg er höfundur bókanna Samskiptaboðorðin, Samfélagshjúkrun og Einmana – tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar.