Sigurbjörg útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur árið 1993 og með BA í guðfræði, með áherslu á djáknafræði árið 2007. Árið 2008 tók hún kennsluréttindi í iðkun Kyrrðarbænarinnar (Centering Prayer) í Bandaríkjunum. Hún er með þeim fyrstu á Íslandi til að öðlast slík réttindi og hefur haldið námskeið í bænaiðkuninni reglulega síðan þá. Einnig hefur hún haft umsjón með kyrrðardögum í Skálholti þar sem áherslan er á iðkun Kyrrðarbænarinnar. Sigurbjörg hefur iðkað Kyrrðarbænina óslitið í 10 ár með afar farsælum og góðum árangri. Hún tók við formennsku samtakanna vorið 2017.

Sigurbjörg hefur einnig tilskilin réttindi í því að veita sérhæfðar OPJ meðferðir, Bowen og reiki.

Facebook: Kyrrðarbæn í Guðríðarkirkju

Facebook: Orkupunktajöfnun - Bowen

Sigurbjörg Þorgrímsdóttir er þátttakandi í eftirtöldum atburðum

Deila þessum.