Kombucha Iceland er hugarfóstur hjónanna Manuels og Rögnu. Þegar að þau eru ekki að sinna Kombuchaframleiðslunni, eru þau upptekin við að ala upp dætur sínar þrjár og sinna starfsframa sínum, hann sem verkfræðingur og hún sem mannfræðingur.

Manuel ólst upp í dreifbýli Kúbu þar sem foreldrar hans gerjuðu hefðbundna drykki úr hráefnum sem er að finna í þeirra nánasta umhverfi, s.s. hrísgrjónum og plómum. Sem barn og unglingur hafði Manuel mikinn áhuga á því að kanna hvernig þessir dularfullu drykkir urðu til. Ragna ólst upp í Reykjavík en yfir sumartímann bjó hún fyrir vestan í sveitinni. Ragna hefur ástríðu fyrir heilbrigðu líferni og finnst mikilvægt að láta gott af sér leiða, bæði fyrir samfélagið og náttúruna.

Eftir að Manuel flutti til Íslands árið 2006 hóf hann doktorsnám í efnafræði. Áhugi hans frá bernskuárunum á gerjun varð til þess að hann aflaði sér frekari vitneskju um það flókna ferli sem fer í gang við gerjun og fór fljótlega að gera tilraunir með eigin formúlur og bjó til sínar eigin uppskriftir. Eftir að hafa aflað sér upplýsinga um hráefni til bruggunar rakst hann á forna aðferð við að gerja te - Kombucha.

Manuel var upprifinn yfir þjóðsögunni og vísindunum á bak við Kombucha og fór fljótlega að drekka hann daglega. Hann fann að drykkurinn hafði jákvæð áhrif á líðan hans, m.a. á magaflóruna. Manuel þakkar það Kombucha að hann náði að ljúka doktorsnámi sínu. Hann áttaði sig á sérstöðu drykkjarins og langaði til að deila upplifun sinni með sem flestum. Þetta er sagan af því hvernig fyrsta íslenska Kombucha brugghúsið varð til.

Ragna Björk og Manuel Plasencia Gutierrez er þátttakandi í eftirtöldum atburðum

Deila þessum.