Rósa Richter er menntaður sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur. Nálgun hennar sameinar vestrænar meðferðir eins og EMDR og listmeðferðarfræði og aldargamlar leiðir eins og andlega iðkun, hugleiðslu, reiki heilun og jóga.

Undafarin ár hefur Rósa unnið sem sálfræðingur á Heilsustofnun ásamt því að reka sálfræðistofu í Reykjavík. Árið 2015 framkvæmdi hún rannsókn sem skoðaði rök fyrir meðferð sem sameinar EMDR áfallameðferð og listmeðferð. Í framhaldinu af þeirri rannsóknarvinnu þróaði hún áfallameðferð fyrir hópa sem boðið var uppá á Heilsustofnun NLFÍ. Hóparnir voru mjög vinsælir og í vitnisburðum þeirra töluðu þátttakendur um djúpa og áhrifamikla vinnu í öruggu og hlýju umhverfi sem Rósa bauð uppá.

Rósa býður einnig uppá námskeið sem hún kallar “Aukið frelsi, aukin hamingja”. Þar notar hún listmeðferðafræðina og EMDR áfallameðferð til að hjálpa þátttakendum að komast að rót vanda síns og tileinka sér ný verkfæri til að vinna bug á honum.

Rósa Richter er þátttakandi í eftirtöldum atburðum

Deila þessum.