Guðrún Tinna lærði hómópatíu við Purton House/The University of West London, í Bretlandi, 2006-2010 og hefur starfað sem hómópati á Íslandi frá árinu 2011. Tinna er einnig þroskaþjálfi (B.A.1998), heilsumarkþjálfi (IIN 2014) og ACC alþjóðlega vottaður markþjálfi (Evolvia 2015). Sérstaða hennar sem hómópati og markþjálfi nýtist sérstaklega vel til þess að efla fólk til jákvæðra breytinga hvað varðar lífsstíl og/eða mataræði og hefur hún víðtæka reynslu af því að styrkja fólk til betri heilsu og bættrar orku.

Tinna er þriggja barna móðir og hefur við uppeldi og umönnun barna sinna meðal annars aflað sér upplýsinga og reynslu hvað varðar náttúrulegar leiðir til stuðnings barna með athyglisvanda. Auk þess eru náttúrulegar, heilnæmar og styðjandi leiðir til að efla heilsu og ónæmiskerfi barna og fullorðinna henni hugleiknar. Tinna hefur einnig haldið fjölda námskeiða tengd hómópatíu, heilsu og eflingu andans.

Tinna hefur setið í stjórn Organon, fagfélags hómópata á Íslandi og stjórn Bandalags íslenskra græðara. Auk þess hefur hún umsjón með heimasíðu Bandalags Íslenskra græðara og skráningarkerfi Skráðra Græðara á Íslandi.

Góðar upplýsingar um hómópatíu má einnig finna á Facebook: Hómópatía fyrir alla

Tímapantanir í hómópatíu og markþjálfun eru í síma: 894 3108
Tölvupósti: tinna”hjá”heildraenheilsa.is


Guðrún Tinna Thorlacius er þátttakandi í eftirtöldum atburðum

Deila þessum.