Anna Sigríður Bjarnadóttir, f.1942 er menntuð hraðritari og vann sem einkaritari forstjóra tryggingarfélaga á yngri árum. Eftir meiðsl í bílslysi leitaði hún lækningar í hatha yoga hjá  Jógastöðinni í Glæsibæ, árið 1973 og síðar Jógastöðinni Heilsubót í Hátúni í átta ár. Hún ákvað fljótlega að læra til kennsluréttinda og lauk kennaraprófi frá British School of Yoga árið 1985 og í Pilates einnig frá Brithis School of Yoga árið 2013. 

Hún nam hugrækt og indverskt yoga hjá Hugræktarskóla Sigvalda Hjálmarssonar frá l980 – l985.

Hún hefur sótt fjölmörg námskeið erlendis hjá þekktum kennurum:  Danielle  Arin í Englandi, Patricia McManaway í Skotlandi, Lilias Folan og Judith Lasather í USA, Angelu og Victor í Grikklandi og fleirum.

Frá árinu 2010 hefur hún ennfremur lagt stund á Spring Forest Qigong hjá Chunyi Lin í Minneapolis.

Reikimeistari varð hún árið 2014.

Hún rekur sína eigin starfsstöð í Garðabæ frá árinu 1981


Anna S. Bjarnadóttir er þátttakandi í eftirtöldum atburðum

Deila þessum.