Hjónin Viðar og Helga eru tvíeykið að baki listakonseptinu YANTRA PAINTINGS, Yöntrumálverk - Nærandi list. Málverkin eru unnin með blandaðri tækni á striga og eru öll í sömu stærð, 100x100 sm. Þau eru unnin eftir innri íhugun og tengingu við heilandi strauma miðjutáknsins, sem og eiginleika þeirra lita sem prýða hvert og eitt verk. Bakgrunnur hvers verks er unninn með akrýl og hvert verk hefur sína sérstöku áferð. Út frá miðju hvers verks gefur að líta listræna útfærslu á Sri Yöntru-tákninu, sem stendur fyrir fullkominn samhljóm þess helga karllæga og kvenlæga. Táknið er handteiknað og skorið út í skapalón og úðað með gylltri, svartri eða hvítri málningu.

 

Málverkin höfða sérstaklega til þeirra sem kjósa að hlúa vel að sér og vilja upplifa áþreifanlega hamingju og grósku í sínu lífi. Málverkin eru seld bæði inn á heimili og vinnustaði, en gefandi orka verkanna á vel við hvarvetna þar sem þjónusta við viðskiptavini fer fram. „Yöntrumálverkin eru til þess gerð að auka vellíðan, enda er yfirskrift þeirra Nærandi list,“ segja listahjónin.


YANTRA PAINTINGS er þátttakandi í eftirtöldum atburðum

Deila þessum.