Ég heiti Fríða Kristín Gísladóttir og starfa sem listmálari. Ég fór mjög ung, sautján ára í listnám við Mynd og Handíðaskóla Íslands en svo lágu leiðir út til Spánar þar sem ég nam við myndlistaskóla í Malaga, La Escuela de Artes y Officios.

Í framhaldi tengdist ég tískubransanum þar sem ég starfaði sem model og stílisti í mörg ár. Eftir heimkomu fór ég fljótlega að mála og hef verið að mála nú síðan árið 2000. Ég rek gallerí ART67 á Laugavegi 67 ásamt 13 öðrum listamönnum en þar höfum við verið í sjö ár. Ég á verk eftir mig í mörgum heimsálfum því það hefur gengið mjög vel hjá mér að selja verkin mín.

Markmiðið er að fólki líði vel við að horfa á verkin mín. Niðurhal Ljóssins er tákn fyrir vitundarvakningu. Ég trúi því að við séum að færast yfir í hærri vitund og niðurhalið mitt er ein leiðin til að aðstoða við það. Viðskiptavinir mínir hafa upplifað það og er það mikil hvatning fyrir mig.

Mín heitasta ósk er að vera til staðar í fullri sálarvitund fyrir sjálfa mig og aðra.

Verkin mín hafa hingað til farið að mestu leiti erlendis. Það er því gaman að fá tækifæri til að kynna mig hér á Heimsljós fyrir systrum mínum og bræðrum.

Fríða Kristín Gísladóttir er þátttakandi í eftirtöldum atburðum

Deila þessum.