Postulakirkjan er eins og frum-kristnar kirkjur, heima-kirkja þar sem komið er saman og neytt (Agape) kærleiksmáltíðar. Því það er samfélagið sem skiptir máli en ekki byggingin.

Postulakirkjan er samfélag karla og kvenna sem hefur það að markmiði að efla andlegt líf allra landsmanna. Postulakirkjan Beth-Shekhinah var stofnuð árið 2013 af Beth-Shekhinah Félaginu og er skráð trúfélög samkvæmt lög nr. 108/1999, sbr. lög nr. 6/2013.

Í Postulakirkjunni er lögð áhersla á samfélag félagsmanna og andlega líðan fjölskyldna þeirra. Kærleikur og sönn vinátta er undirstaða safnaðar starfs Postulakirkjunnar.

Fyrir utan hefðbundið kirkjustarf er mikil áhersla lögð á uppbyggjandi félagsstarf og samveru s.s. heilun, heilsurækt, útivist, fræðslu og námskeiðahald. Við sýnum trú okkar í verki.

"Trúið á ljósið meðan þér hafið ljósið svo að þér verðið börn ljóssins."
Jóhannesarguðspjall 12:36

Þjónustuþættir Postulakirkjunar: 

  • Lausnamiðuð sálgæsla
  • Heilun og blessun
  • Fyrirlestrar og námskeið
  • Lífsmarkþjálfun

Postulakirkjan Beth-Shekinah er þátttakandi í eftirtöldum atburðum

Deila þessum.