Ég heiti Sigrún Baldvinsdóttir, er fædd árið 1959 og er talan einn, sem er Töframaðurinn.

Ég hef allt mitt líf haft áhuga á andlegum málum. Fyrstu Tarotspilin mín eignaðist ég á mínu karmíska ári fyrir meira en 25 árum. Þá byrjaði ég að stúdera spilin fyrir alvör, sótti námskeið, las bækur og fleira

Ég var í þróunarhring í allmörg ár, bæði hjá Sálarrannskóknarfélagi Íslands og Sigríði Jörundsdóttur Heilara með meiru. Jafnframt fór ég á miðlunarnámskeið hjá Arthur Findley College sem er rekinn af spíritistafélagi breta. Þar kenndi mér dásamlegur miðill að nafni Simone, hún var alveg frábær leiðbeinandi.

Ég tek á móti fólki í einkatíma.  Í byrjun hvers tíma  reikna ég viðkomandi eftir fæðingardegi til að athuga hvaða spil hún/hann er og á hvaða ári.  Þetta veitir oft dýpri og skemmtilegri innsýn.

Ég tek líka að mér að koma í heimahús með spilin en undir sérstökum kringumstæðum.
Ég held svo reglulega námskeið í lestri spilanna fyrir byrjendur og eða bara þá sem langar að kynna sér spilin.

 


Sigrún Baldvinsdóttir er þátttakandi í eftirtöldum atburðum

Deila þessum.