Guðrún Bergmann hefur í meira en 26 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða.

Árið 1990 hóf hún að halda sjálfsræktarnámskeið fyrir konur, sem var þá nánast óþekkt hér á landi.

Í kjölfarið fylgdu önnur námskeið, m.a. fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, gyðjuhelgar, samskiptanámskeið fyrir pör, svo og ótal námskeið um mataræði og bætiefni, sem leiðir til að hjálpa líkamanum að heila sig. Guðrún hélt marga fyrirlestra og námskeið með Hallgrími heitnum Magnússyni lækni, einkum námskeið sem sneru að Candida sveppasýkinu, mikilvægi þarmaflórunnar og mataræðis til að bæta heilsuna og losna við bólgur og saman skrifuðu þau bókina CANDIDA SVEPPASÝKING, sem selst hefur í um 7 þúsund eintökum.

Guðrún hefur skrifað fjölda bóka og eru nýjustu bækur hennar HREINN LÍFSSTÍLL, sem kom út í ágsút og HREINT Í MATINN, sem kom út í október í fyrra. Auk ritstarfa heldur hún námskeiðin HREINT MATARÆÐI, sem um 800 manns hafa sótt hingað til. Það er byggt að hluta á bók hjartasérfræðingsins Alejandro Junger, en Guðrún er annar þýðandi hennar.

Guðrún Bergmann er þátttakandi í eftirtöldum atburðum

Deila þessum.