Healing the healers

Healing the healers
Kynningaraðili
Healing the healers, Ráðstefna

Healing the healers

Upplifðu eina mest fræðandi og hvetjandi ráðstefnu sem haldin er hér á landi. Healing the healers stuðlar að því að græða huga, líkama og anda með læknisfræði og heildrænum meðferðum.

Á heilsuhelginni koma saman þeir sem eru í umönnunarstörfum eins og heilarar, læknar, kennarar, foreldrar, börn aldraðra foreldra, meðferðaraðilar, listamenn og allir aðrir sem gefa hlut af sjálfum sér dags daglega.

Ef heilsa og jafnvægi skiptir þig málil lætur þú þetta ekki fram hjá þér fara. Frábært tækifæri til þess að kynnast fagaðilum sem fara ótroðnar slóðir og miðla af þekkingu sinni.

Heilsuhelgin er staðurinn þar sem þú færð tækifæri og tól til að finna það sem nærir þitt innra sjálf og þínum þörfum er mætt. Þú fyllir á orkutankinn fyrir veturinn og verkefnin sem eru framundan.

Á Heilsuhelginni er mögulegt að heyra innri röddina sem er oft þögguð niður og lítilsvirt . Þú heyrir bergmál hugsana þinna af vörum framúrskarandi fyrirlesara.

Healing the healers hjálpar til við að fínstilla og gefa hæfileikum þínum innblástur. Þú munt njóta lærdómsríkra andartaka yfir helgina. Þú gætir upplifað stórkostleg umskifti í þinni eigin heilun og þú getur færst nær því að verða það besta sem þú getur verið.

Þetta er tækifærið þitt til að þróast og deila með þeim sem eru sama sinnis.

healingthehealers.info/

Deila þessum atburði.

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd Heimsljós messunnar
Ábyrðaraðilar félagsins er:
Vigdís Steinþórsdóttir
Guðmundur Konráðsson
Heimsljós
Sími : 863-5614 [Vigdís]
Sími : 893-0713 [Guðmundur]
Netfang : felagar(hja)heimsljos.is