Heimsmyndir

Pétur Halldórsson
Umsjón
Pétur Halldórsson, Listamaður

Heimsmyndir

Pétur segi frá bókinni sinni og rannsóknum á heimsmynd landnema.

Þjóðir helguðu sér land með mælingum og útreikningum sem byggðust á arfi sagna og trúarhugmynda. Þannig tengdist maðurinn landinu, gangi himintungla og æðri máttarvöldum. Heiðinn trúarheimur var formfastur, fjölbreyttur og byggðist á hringrás lífs og dauða, tölvísi og jarðartrú. Helgistaðir voru tengdir landinu og vættir og náttúran sjálf virðast hafa leikið megin hlutverk í helgisiðum.

Heimsmynd landnema virðist mörkuð samkvæmt tölvísi, himinntunglum sem mynda stærðfræðilegt mynstur, líkt og landnemar hafi mótað líkan af sköpun heimsins við landnám. Kerfið byggðist á skilningi þeirra á eðli og skipulagi veraldar eins og þeir þekktu hana. Alheimur var hugsaður sem afmarkaður smíðisgripur, gerður eftir vísindalegri forskrift sem byggði á ákveðnum tölum og hlutföllum.

www.peturhalldorsson.com/

Deila þessum atburði.

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd Heimsljósmessunnar
Ábyrðaraðilar félagsins er:
Vigdís Steinþórsdóttir
Guðmundur Konráðsson
Heimsljós
Sími : 863-5614 [Vigdís]
Sími : 893-0713 [Guðmundur]
Netfang : felagar(hja)heimsljos.is