Ljósmiðlun

Svala Rún Sigurðardóttir
Umsjón
Svala Rún Sigurðardóttir, Ljósmiðlari og jarðstraumaráðgjafi

Ljósmiðlun

Ljósmiðlun er tungumál hjartans sem birtist í mörgum víddum með óteljandi tónum af litum tengt inn á háa tíðni.  Ljósmiðlun er heilandi tjáning sem hjálpar okkur að opna og heila á öllum sviðum, eins og líkamlega, andlega og tilfinnalega. Ljósmiðlun er að birtast okkur á jörðinni í meira mæli en áður.  Tjáningin og táknin virkja orku hvers og eins, og stuðlar að því að heila viðkomandi.

Ljósmiðlun má virðast við fyrstu upplifun mjög skrítin, þar sem ekki er hægt að skilja hvorki hljóðin, tjáninguna, hreyfingarnar eða táknin. Þetta er ekki línulegt tungumál þar sem eitt orð er þýtt beint yfir á annað orð í okkar tungumáli.  Til að koma og upplifa ljósmiðlun þarf maður að mæta með opin huga. 

Sjá nánar heimasíður Jamye Price: www.jamyeprice.com 

Svala Rún mun bjóða upp á kynningu á ljósmiðlun og ljósmiðlun fyrir lítinn hóp.  Síðan tekur hún á móti einstaklingum yfir helgina og þar sem fólk getur fengið ljósmiðlun í formi tákna og/eða tjáningar.

https://www.facebook.com/Sólstafir-Hjartans-1060812097382939/

Deila þessum atburði.

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd Heimsljósmessunnar
Ábyrðaraðilar félagsins er:
Vigdís Steinþórsdóttir
Guðmundur Konráðsson
Heimsljós
Sími : 863-5614 [Vigdís]
Sími : 893-0713 [Guðmundur]
Netfang : felagar(hja)heimsljos.is