Kombucha

Kombucha
Kynningaraðili
Ragna Björk og Manuel Plasencia Gutierrez, Mannfræðingur og Doktor í Efnafræði

Kombucha

Kombucha er gerjað te - einstakur drykkur sem inniheldur fjölbreytt úrval af heilsubætandi efnasamböndum. Drykkurinn er náttúrulega kolsýrður og hefur bæði sætt og skemmtilega súrt bragð. Nafnið er borið fram ,”Kom-BÚ-cha”!

Kombucha Iceland inniheldur pólýfenól, ensím, vítamín og gagnlegar lífrænar sýrur sem gera hann að næringarríkum drykk. Hann er einnig bragðgóður og getur komið í staðinn fyrir gosdrykk og jafnvel áfengan drykk.

Uppruni Kombucha er á huldu, en sagan segir að hann hafi fyrst verið bruggaður í Kína í kringum 220 f.Kr. og borist þaðan til Japan. Snemma á 20. öld kynntust Rússar honum og í kjölfarið dreifðist drykkurinn út um alla Evrópu. Í dag drekkur fólk Kombucha um allan heim og margir brugga hann heima hjá sér.

Kombucha Iceland er ljúffengur og endurnærandi drykkur með lágu koffínmagni, lítinn sykur og fáar hitaeiningar. Þar að auki er hann uppspretta af góðum gerlum.

Aðdáendur Kombucha fullyrða að drykkurinn auki vellíðan og hafi töfrandi áhrif á heilsuna. Enn liggja þó engar vísindalegar rannsóknir fyrir á því hvers vegna svo er, en rannsóknir standa yfir.

www.kubalubra.is

Deila þessum atburði.

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd Heimsljós messunnar
Ábyrðaraðilar félagsins er:
Vigdís Steinþórsdóttir
Guðmundur Konráðsson
Heimsljós
Sími : 863-5614 [Vigdís]
Sími : 893-0713 [Guðmundur]
Netfang : felagar(hja)heimsljos.is