ATH : Meðferðaralilar bjóða upp á 20 mín. prufutíma og þiggja frjáls framlög.

Svæðameðferð / Heilun

Svæðameðferð fætur
Meðferðaraðili
Ásgerdur Jónasdóttir, svæðanuddari og jógakennari

Svæðameðferð / Heilun

Svæðameðferð eða svæðanudd er áhrifarík nuddmeðferð á fótum sem virkar fyrir allan líkamann. Fæturnir eru kortlagðir þannig að ákveðin svæði á fótum eiga sér tilsvarandi svæði í líkamanum. Meðferðin byggir einnig á svokallaðri viðbragðsmeðferð þar sem þrýst er á punkta á ákveðnum orkubrautum líkamans.

Þegar ójafnvægi eða verkir gera vart við sig hjá okkur, speglast það í tilsvarandi viðbragðssvæði á fótum. Með því að þrýstinudda þessi svæði skapast jafnvægi í líkamanum og orkuflæði eykst. það losnar um stíflur og hnúta, og líkaminn fer að hjálpa sér sjálfur. Nuddið gefur einnig góða slökun.

Svæðameðferð er afar virk aðferð til að losna við verki, og hjálpa til við að uppræta ýmsa kvilla bæði í stoðkerfi og innri líffærum, og getur m.a. hjálpað þegar um eftirfarandi tilfelli er að ræða:

Ójafnvægi í stoðkerfi, svo sem bakverkir, vöðvabólga o.fl. Maga og meltingartruflanir Höfuðverkur og mígreni Ójafnvægi í hormónakerfi Astma og ofnæmi Exem og húðvandamál Þreyta og slen

Heilun: Reikiheilun er orkuflutningur frá æðra mætti. Hægt er að fá þannig meðferð eingöngu, eða svæðanudd og heilun. Heilun gefst vel sem verkjastillandi og slakandi meðferð, og oft er gott að nota hana með svæðanuddinu.

Vertu velkomin(n).

Deila þessum atburði.

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd Heimsljós messunnar
Ábyrðaraðilar félagsins er:
Vigdís Steinþórsdóttir
Guðmundur Konráðsson
Heimsljós
Sími : 863-5614 [Vigdís]
Sími : 893-0713 [Guðmundur]
Netfang : felagar(hja)heimsljos.is