Opin Yöntruhugleiðsla

yontruhugleidsla
Kynningaraðili
YANTRA PAINTINGS, Nærandi list

Opin Yöntruhugleiðsla

Á Heimsljós messunni 2017 gefst gestum einstakt tækifæri til þess að hugleiða í friði og ró inn á yöntrumálverk hjónanna Helgu og Viðars. Málverkin verða í opinni stofu laugardag og sunnudag frá 11-17 og öllum frjálst að setjast fyrir framan það verk sem höfðar til þeirra og hugleiða inn á verkið í þann tíma sem það kýs. VINSAMLEGA GANGIÐ HLJÓÐLEGA UM.

Yöntrulistaverkin sameina fallega og ríkjandi liti með listrænni útfærslu á hinu forna og heillavænlega Sri Yantra tákni. Hvert verk magnar upp fallega og hagstæða orku í því rými sem það er staðsett innan.

SRI YANTRAN, hið helga verkfæri, er afar fornt tákn frá upphafi vedískra tíma og kölluð móðir allra yantra. Yantran er rúmfræðileg og hægt er að nota hana sem tæki til mannræktar og hugleiðslu. Andlegt ferðalag mannsins frá veraldlegri tilvist til æðstu uppljómunar er kortlögð í Sri Yöntrunni.

SRI YANTRAN stendur fyrir fullkominn samhljóm þess helga karl- og kvenlæga og sýnir því Sri Yantran hreina tæra ást og sköpun. Hún stendur fyrir hinu tímalausa lögmáli sköpunarinnar og birtingu hennar á öllum sviðum lífsins, frá kjarna alverunnar. Með þá athygli að leiðarljósi er hún notuð sem farvegur íhugunar, jafnvægis og samhljóms í daglegu lífi.

www.yantrapaintings.com

Deila þessum atburði.

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd Heimsljós messunnar
Ábyrðaraðilar félagsins er:
Vigdís Steinþórsdóttir
Guðmundur Konráðsson
Heimsljós
Sími : 863-5614 [Vigdís]
Sími : 893-0713 [Guðmundur]
Netfang : felagar(hja)heimsljos.is