Ljósgarður heilunarsetur

Einar Gröndal, L. Ac.
Kynningaraðili
Einar Gröndal, O.B.T., M.Sci., L.Ac.
Guðrún Guðmundsdóttir, H.H.P

Ljósgarður heilunarsetur

Kynningin felst í því hvernig hægt er að vinna með undirmeðvitundinni og fá upp undirliggjandi orðsakir vandamála sem valda bæði líkamlegum og andlegum erfiðleikum og veikindum. 

Hvað er undirmeðvitundin? Allur líkaminn er partur af undirmeðvitundinni, allir vefir, líffæri, innkirtlar, taugakerfið og hjartað. Allt það sem við erum. Allar minningar og reynslur okkar geymast í undirmeðvitundinni.

Með því að nýta gagnagrunn undirmeðvitundarinnar finnum við undirliggjandi orsök vandans. Eftir það hefst markviss leiðrétting á ójafnvæginu til að koma á jafnvægi.

The Emotion Code er stór partur í okkar vinnu. Á bakvið flest ef ekki öll vandamál eða ójafnvægi liggja fastar tilfinningar, huglæg mynstur og ranghugmyndir. Þessi mynstur er hægt að losna við.

Þetta byggist á að finna tilfinningar (orku) sem einstaklingurinn hefur upplifað og hefur ekki getað unnið úr. Þessar tilfinningar festast í líkamanum (TE – trapped emotion). Fastar tilfinningar valda bresti í eðlilegu orkuflæði, safnast upp og valda bæði andlegum, huglægum og líkamlegum kvillum.

www.ljosgardur.com/

Deila þessum atburði.