Niðurhal ljóssins

Málverk KFG
Kynningaraðili
Fríða Kristín Gísladóttir, Listmálari

Niðurhal ljóssins

Ég er alheimurinn og ég tala tungumáli kærleikans. Ég er Gyðja. Ég er Guð. Ég er birtingarmynd hjartans sem tulkar hið guðlega í efninu. Ég mála Ljósið og hleð í gegnum það eiginleikum eins og gleði, frið,vellíðan, velgegni og gnægð.

Málverkið hefur verið stór hluti af lífi mínu síðastliðin 17 ár og ég sel þau í gallerí ART67á Laugavegi 67 með tólf öðrum listakonum. Málverkin mín eru að fara um heimin þar sem þau vinna með þeim sem horfa á þau. Þau leiða fólk inn á við og veita vellíðan. Ég trúi mest á mikilvægi þess að rækta tilfinningar okkar því þegar okkur líður vel þá erum við tengd þeirri guðlegu vitund sem við erum. Ég hef unnið með NIÐURHAL LJÓSSINS síðastliðin ár og nú er ég komin í GNÆGÐINA, ABUNDANCE, VELGEGNI, PROSPERITY. Ég hlakka til að deila GNÆGÐINNI með ykkur að þessu sinni. GNÆGÐ á öllum sviðum sem birtingarmynd alsgnægta alheimsins sem stendur okkur öllum til boða...

Við I ART67 erum á Laugavegi 67 en munum flytja í lok september í nýtt húsnæði á Laugaveg 61 við hliðina á Jón og Óskar. Verið hjartanlega velkomin þangað. Erum með opið alla daga frá 11 til 18 á virkum dögum en frá 11 til 16 um helgar.

Að þessu sinni er ég líka að kynna bókina mína og Ernis Eyjólfssonar ljósmyndara, GYÐJAN INNRA MEÐ ÞÉR.. Bókin er komin út á ensku en hægt verður að panta hana á íslensku þar sem ég stefni á þá útgafu fyrir þessi jól.

Í bókinni tengi ég inn á tuttugu og fjórar Gyðjur og eiginleika þeirra, sem eru eiginleikar okkar allra. Bokin er leið fegurðar að kjarna okkar og tilveru hér á jörð. Sjón er sögu ríkari.

www.facebook.com/frida.k.gisladottirlistmalari

Deila þessum atburði.

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd Heimsljós messunnar
Ábyrðaraðilar félagsins er:
Vigdís Steinþórsdóttir
Guðmundur Konráðsson
Heimsljós
Sími : 863-5614 [Vigdís]
Sími : 893-0713 [Guðmundur]
Netfang : felagar(hja)heimsljos.is