Umbreytingarorka og íhugun: Myndlistarsýning

Myndir Rúnu K. Tetzschner búa yfir umbreytingar- og heilunarorku og þær má nota til hugleiðslu og skapandi ímyndunar. Tilgangurinn er að miðla fallegum og jákvæðum boðskap til heimsins og stuðla að breytingum til hins betra.
Kynningaraðili
Rúna K. Tetzschner, Myndlistarmaður

Umbreytingarorka og íhugun: Myndlistarsýning

Myndir Rúnu K. Tetzschner túlka margvíslega umbreytingarorku náttúrunnar og andleg tengsl á mörkum fantasíu sem má kenna við töfraraunsæi. Þær fela einnig í sér jákvæð skilaboð og má nota þær til íhugunar og skapandi ímyndunar.

Myndirnar eru flestar unnar á pappír með vatnstússlitum og sérstakri aðferð Rúnu þar sem hún bræðir glitrandi duftliti á pappírinn með hitatæki. Einnig eru til sýnis olíumálverk.

Rúna er í stjórn Grósku, samtökum myndlistarmanna í Garðabæ, og starfar jafnhliða við listir og fræði. Hún á að baki sjö ára nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík en er auk þess með B.A.-próf í íslensku og M.A.-nám í norrænni trú frá Háskóla Íslands.

Rúna hefur sýnt víða hér heima en þó meira erlendis og þá einkum í Danmörku. Hún er auk þess rithöfundur sem hefur sent frá sér ljóðabækur, barnabækur og fræðibækur. Innan fræðageirans hefur Rúna unnið á ýmsum söfnum og var lengst af á Þjóðminjasafni Íslands og Þjóðskjalasafni Íslands. Nú er hún safnvörður í Króki í Garðahverfi í Garðabæ og skrifstofustjóri Sögufélagsins.

www.facebook.com/art.sparkles

Deila þessum atburði.

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd Heimsljós messunnar
Ábyrðaraðilar félagsins er:
Vigdís Steinþórsdóttir
Guðmundur Konráðsson
Heimsljós
Sími : 863-5614 [Vigdís]
Sími : 893-0713 [Guðmundur]
Netfang : felagar(hja)heimsljos.is