Culina

Culina Veitingar
Gestgjafi
Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari

Culina

Veitingastaðurinn Culina opnar lítið útibú í Lágafellsskóla á Heimsljós messunni í september. Þar verður boðið uppá grænmetissúpu úr spriklandi íslensku grænmeti, bökur, grænmetisrétti brauð og kökur, að ógleymdu kaffi og te.

Culina var áður staðsettur í Kringlunni á jarðhæðinni, en er nú rekinn sem veisluþjónusta. Dóra Svavarsdóttir eigandi og matreiðslumeistari er ekki alveg ný í bransanum, en hún starfaði í 10 ár Á næstu grösum. Sú þekking skín í gegn á Culinu sem er með hollan aukaefnalausan mat frá flestum hornum veraldarinnar, unnin úr fersku og hreinu hráefni.

Grænmeti leikur stóran þátt en einnig er boðið uppá kjöt og fiskrétti.

Culina tekur að sér veitingar við hverslags mannfagnaði og enginn er of lítill eða of stór. Hvort sem þemað er lífrænt, sjóræningjar, svart eða hvítt semjum við matseðill í sameingingu sem henntar þínum hóp.

Culina

Deila þessum atburði.

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd Heimsljós messunnar
Ábyrðaraðilar félagsins er:
Vigdís Steinþórsdóttir
Guðmundur Konráðsson
Heimsljós
Sími : 863-5614 [Vigdís]
Sími : 893-0713 [Guðmundur]
Netfang : felagar(hja)heimsljos.is