Heilunarguðsþjónusta

Lágafellskirkju í Mosfellsbæ
Umsjón
Óskráð

Heilunarguðsþjónusta

Heimsljós vill benda á og mælir með athöfn sem verður haldin í Lágafellskirkju föstudaginn 15. september kl. 20. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, þjónar fyrir altari og leiðir heilunarguðsþjónustuna. Söngur, bæn, handaryfirlagning og smurning. Við hvetjum alla til að koma og taka þátt í fallegri stund.

Handaryfirlagning og smurning

Græðarar eru staðsettir á nokkrum stöðum fyrir altari. Biðjum þig að hugleiða innra með þér hvað þú biður Guð að lækna. Þér er velkomið að setjast í stólinn þar sem græðarar eru staðsettir í kring. Þau leggja ofur blítt hendur á þig -- nema að þú óskir þess að vera ekki snert/snertur og takir það fram. Heiluninni líkur með smurningu: krossmarki á enni og í báða lófa. Biðjum þig annars að sitja í kirkjunni í kyrrð bænarinnar í þögn þangað til athöfninni lýkur með blessun. Nærvera þín er mikilvæg

Tónlist og söngur á meðan á heiluninni stendur.

Hann sendi þá að boða Guðs ríki og græða sjúka [Lúk,9.2]

Lágafellssókn

Deila þessum atburði.

Mannræktarfélag Íslands heldur utan um alla framkvæmd Heimsljós messunnar
Ábyrðaraðilar félagsins er:
Vigdís Steinþórsdóttir
Guðmundur Konráðsson
Heimsljós
Sími : 863-5614 [Vigdís]
Sími : 893-0713 [Guðmundur]
Netfang : felagar(hja)heimsljos.is